150 ára vígsluafmæli Hrunakirkju er á næsta ári, 2015.  Af því tilefni skipaði sóknarnefnd sérstaka afmælisnefnd til að undirbúa og skipuleggja dagskrá í tilefni tímamótanna.  Afmælisnefndin hefur fundað nokkrum sinnum en í henni sitja Marta E. Hjaltadóttir, Helgi Jóhannesson, Magga S. Brynjólfsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Stefnt er að því að halda upp á afmælið með nokkrum viðburðum á afmælisárinu og verða þeir kynntir í byrjun árs.