Á laugardaginn síðasta, 1. nóv., var æfingadagur hjá kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna.  Þá mættu kórfélagar kl. 10 í félagsheimilið á Flúðum og stóðu æfingar yfir til kl. 16.  Söngur, gleði og góður andi ríkti á æfingadeginum undir styrkri stjórn organistans Stefáns Þorleifssonar.