Fermingarstörfin eru hafin og kemur fermingarhópurinn vikulega til fræðslusamveru í safnaðarheimili Hrunakirkju.  Þrettán börn taka þátt í fermingarundirbúningnum en auk þess að mæta í fræðslusamverur er gert ráð fyrir reglulegum messumætingum og skipta fermingarbörnin þá með sér að starfa í messunni.  Hver fræðslusamvera hefst á stuttu spjalli yfir síðdegishressingu, síðan er farið yfir verkefni dagsins og ef verður leyfir er farið út í göngutúr eða brugðið á leik.  Undir lok samverunnar er farið í Hrunakirkju þar sem við eigum saman stutta helgistund.