Vakin er athygli á því að fjölskylduguðsþjónusta sem vera átti í Hrunakirkju sunnudaginn 2. nóvember flyst í Hrepphólakirkju og verður sunnudaginn 16. nóvember kl. 14.  Er þetta gert vegna vetrarfrís í Flúðaskóla sem er í kringum fyrstu helgina í nóvember.  Hins vegar verður hefðbundin messa í Hrunakirkju sunnudaginn 2. nóvember kl. 11, sem er allra heilagra messa þar sem látinna verður minnst.