Helgihald

Karitas Harpa í kvöldmessu í Hrepphólakirkju 15. október

Sunnudagskvöldið 15. október kl. 20:30 verður kvöldmessa í Hrepphólakirkju.  Sigurvegari Voice Island 2016, Karitas Harpa Davíðsdóttir, syngur hugljúf lög ásamt kirkjukórnum.  Allir velkomnir!

1. október: Fjölskylduguðsþjónusta í Hruna og guðsþjónusta á Ólafsvöllum

Sunnudaginn 1. október verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju.  Kirkjukórinn mun þar syngja ásamt ungum og upprennandi söngvurum.  Mikill almennur söngur, Biblíusaga, bæn og gleði.  Eftir hádegið kl. 14 verður síðan guðsþjónusta í Ólafsvallakirkju en þar mun Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngja undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Sjáumst í kirkju um helgina – allir velkomnir!

24. sept.: Kvöldmessa í Hruna

Sunnudagskvöldið 24. september kl. 20:30 verður kvöldmessa í Hruna þar sem kirkjukórinn leiðir tónlistina, hugljúfir sálmar í bland við dægurlög.  Ritningarorð, hugvekja og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir!

Uppskerumessa og fjölskylduhátíð í Hruna laugardaginn 2. september

Laugardaginn 2. september verður uppskerumessa í Hrunakirkju kl. 11.  Fjölskyldusamvera með hugljúfum sálmum, hugvekju og bænagjörð.  Að messu lokinni verður farið í leiki úti, pylsur grillaðar og boðið upp á kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir!

20. ágúst: Hópreið í hestamannamessu í Hrepphólakirkju

Sunnudaginn 20. ágúst nk. verður hin árlega hestamannamessa og að þessu sinni í Hrepphólakirkju.  Messan hefst kl. 14 en hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11:30 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi.  Þaðan verður lagt af stað kl. 12:30.  Við fáum að geyma hrossin í réttinni hjá Óla í Hrepphólum á meðan messu og messukaffi eru gerð skil.  Allir hjartanlega velkomnir, ríðandi sem og gangandi og bílandi – já og hjólandi!

Sr. Eiríkur messar í Tungufellskirkju

Sunnudaginn 13. ágúst kl. 14 verður hin árlega síðsumarsmessa í Tungufellskirkju.  Sr. Eiríkur Jóhannsson annast prestsþjónustuna.  Meðhjálpari og forsöngvari er Elín Jóna Traustadóttir.  Allir velkomnir!

17. júní og svo útimessa 25. júní!

Helgistundir verða í skipulögðum 17. júní hátíðahöldum í sveitarfélögunum báðum.  Framundan er síðan Útimessa í Steinsholti sunnudaginn 25. júní kl. 11.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Kaffi á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Fermingar á hvítasunnu 2017

Ferming í Hrunakirkju á hvítasunnu, 4. júní 2017 kl. 13:30

Aron Ernir Ragnarsson, Efra-Langholti, 845 Flúðum

Eyþór Orri Árnason, Vesturbrún 6, 845 Flúðm
Hjörný Karlsdóttir, Skipholti 1, 845 Flúðum

Laufey Ósk Grímsdóttir, Ásatúni, 845 Flúðum

Milena Jozefik, Högnastíg 6, 845 Flúðm

Páll Magnús Unnsteinsson, Langholtskoti, 845 Flúðum

Una Bóel Jónsdóttir, Vesturbrún 21, 845 Flúðum
Þorvaldur Logi Einarsson, Miðfelli 2a, 845 Flúðum
Ferming í Hrepphólakirkju á hvítasunnu, 4. júní 2017 kl. 11 

Auðunn Magni Björgvinsson, Laxárdal 1a, 801 Selfoss

Iðunn Ósk Jónsdóttir, Ásum, 801 Selfoss

Guðsþjónusta í Hrepphólakirkju 14. maí

Guðsþjónusta í Hrepphólakirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11.  Allir velkomnir.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar 16. maí

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar verður haldinn þriðjudaginn 16. maí kl. 20:30 í Ólafsvallakirkju.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Allir velkomnir.  Sóknarnefnd