Helgihald

1.-2. desember: Kveikt á ljósum í kirkjugörðum og aðventuhátíðir

Laugardaginn 1. desember nk. verða helgistundir í Hrunakirkju (kl. 14) og í Hrepphólakirkju (kl. 15) í tengslum við ljóstendrun á leiðum í kirkjugarði.  Kaffisopi á eftir í safnaðarheimilum.  Allir hjartanlega velkomnir.  Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember, verður síðan árleg aðventuhátíð í Árnesi.  Börn úr Þjórsárskóla syngja og leika, fermingarbörn sýna helgileik, söngsveitin Tvennir tímar syngur nokkur lög.  Ræðumaður verður Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur.  Kaffiveitingar á eftir.  Um kvöldið sama dag verður aðventukvöld í Hrunakirkju þar sem kirkjukórinn syngur nokkur lög, fermingarbörn flytja helgileik, flutt verður jólasaga.  Ræðumaður þar verður Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Karlakórs Hreppamanna.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.  Sjáumst á aðventusamkomum – allir hjartanlega velkomnir.

18. nóvember: Messa kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14

Sunnudaginn 18. nóvember verður messa í Stóra-Núpskirkju kl. 11.  Sungnir verða sálmar sr. Matthíasar Jochumssonar.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Eftir hádegið, kl. 14, verður síðan guðsþjónusta í Hrepphólakirkju.  Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Molasopi á eftir í safnaðarheimili.  Allir velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

4. nóvember: Fjölskylduguðsþjónusta á Ólafsvöllum og allra heilagra messa í Hruna

Sunnudaginn 4. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Þar verður að venju biblíusaga og mikill almennur söngur en auk þess mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Eftir hádegið kl. 14 (ath. ekki kl. 11 eins og misritaðist í Dagskránni!) verður síðan messa í Hrunakirkju á allra heilagra messu.  Þar mun Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngja undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkju á sunnudaginn!

21. október: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og kvöldmessa með léttri tónlist kl. 20:30

Sunnudaginn 21. október nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11 í Stóra-Núpskirkju.  Tónlistaratriði, biblíusaga, sunnudagaskólalögin, mikill almennur söngur.  Kvöldmessa með léttri tónlist verður síðan í Hrepphólakirkju kl. 20:30.  Þar mun kirkjukórinn flytja hugljúf dægurlög undir stjórn organistans.  Hefðbundið messuform brotið upp og lagt upp úr notalegri samveru.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

7. október: Guðsþjónustur í Hruna og á Ólafsvöllum

Sunnudaginn 7. október verður guðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og svo guðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 14.  Stefán Þorleifsson og Þorbjörg Jóhannsdóttir organistar prestakallsins stýra kórum sínum í söng í messunum.  Allir hjartanlega velkomnir.

23. september: Fjölskylduguðsþjónusta í Hruna kl. 11 og guðsþjónusta á Stóra-Núpi kl. 14

Sunnudaginn 23. september verða fyrstu messurnar eftir réttir.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og sú síðari guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 14.  Allir hjartanlega velkomnir!

Uppskeruhátíð í Hruna laugardaginn 1. sept kl. 11

Laugardaginn 1. september kl. 11 verður uppskeruhátíð í Hruna.  Hún hefst með guðsþjónustu en síðan verður farið út í leiki á eftir, grillaðar pylsur og boðið upp á djús og kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir!

Hestamannamessa á Stóra-Núpi 19. ágúst

Hestamannamessa verður í Stóra-Núpskirkju sunnudaginn 19. ágúst kl. 14.  Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur, organista.  Hópreið leggur af stað frá Hruna stundvíslega kl. 11:30 með viðkomu í Hlíð, á Hæli og í Steinsholti.  Allir hjartanlega velkomnir!

12. ágúst: Síðsumarsmessa í Tungufellskirkju kl. 14

Hin árlega síðsumarsmessa verður í Tungufellskirkju sunnudaginn 12. ágúst kl. 14.  Forsöngvari leiðir almennan söng…allir hjartanlega velkomnir!

10. júní: Guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju

Sunnudaginn 10. júní kl. 11 verður guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Þorbjörg organisti, sr. Óskar og kórfélagar leiða stundina.  Síðasta guðsþjónustan fyrir sumarfrí.  Allir velkomnir!