Helgihald

Guðsþjónusta í Hrepphólakirkju 14. maí

Guðsþjónusta í Hrepphólakirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11.  Allir velkomnir.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar 16. maí

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar verður haldinn þriðjudaginn 16. maí kl. 20:30 í Ólafsvallakirkju.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Allir velkomnir.  Sóknarnefnd

Aðalsafnaðarfundur í Stóra-Núpssókn

Í gærkvöldi, 24. apríl, fór fram aðalsafnaðarfundur Stóra-Núpssóknar.  Skýrsla stjórnar var kynnt og afgreidd.  Ámundi var endurkjörinn í sóknarnefnd svo í nefndinni sitja áfram ásamt honum, Kristjana og Daði Viðar.  Á fundinum báru hæst umræður um framkvæmdir við kirkjuna sem ganga vel.  Smíðavinnu er lokið og framundan er málningarvinna auk þess sem píparar og rafvirki eiga eftir nokkur handtökin.  Vonast er til að hægt verði að messa í kirkjunni síðla hausts.  Að venju voru dásamlegar veitingar á fundinum og góðar umræður um málefni kirkju og kristni, bæði í sókninni sem og á landinu öllu.

30. apríl: Tvennir tímar í messu í Hruna

Sönghópur eldri borgara úr uppsveitunum, Tvennir tímar, leiðir sönginn í messu í Hrunakirkju sunnudaginn 30. apríl kl. 14.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili. Allir hjartanlega velkomnir!

Sumardagurinn fyrsti: Fjölskyldumessa og ferming á Ólafsvöllum

Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl nk. kl. 11, verður fjölskyldumessa í Ólafsvallakirkju sem markar lok barnastarfsins í vetur.  Í messunni verða tvö ungmenni úr prestakallinu fermd, þau Kristín Huld Stefánsdóttir og Valdimar Eiríkur Hauksson.  Sunnudagaskólalögin verða að sjálfsögðu tekin í bland við fermingarsálmana sem kirkjukórinn mun leiða undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur, organista.  Allir hjartanlega velkomnir!

Helgihald um páska

14. apríl – föstudagurinn langi: Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju frá kl. 13 til 17.  Fjölskyldur fermingarbarna og fulltrúar eldri borgara verða meðal fjölmargra lesara í ár. Kaffiveitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur.
16. apríl – páskadagur: Hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 8 og morgunkaffi í safnaðarheimilinu á eftir.   Hátíðarmessa í Hrepphólakirkju kl. 11 og hátíðarmessa í Ólafsvallakirkju kl. 14.

Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa, 14. apríl nk., verða að venju allir Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Hrepphólakirkju.  Fjöldi lesara á öllum aldri kemur að lestrinum sem hefst stundvíslega kl. 13.  Á milli sálmalestra verður lesið úr píslarsögu guðspjallanna.  Boðið er upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á meðan á lestri stendur en gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 17:30.  Allir hjartanlega velkomnir!

Messa í Hruna 26. mars

Sunnudaginn 26. mars kl. 14 verður messa í Hrunakirkju.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir velkomnir!

Passíusálmalesarar 2017

Að venju verða allir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa 14. apríl.  Fermingarbörn ásamt fjölskyldum sínum munu lesa ásamt fulltrúum eldri borgara.  Nokkrir sálmar eru þó enn á lausu og eru áhugasamir lesarar beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá Óskari presti í s. 856-1572 eða á facebooksíðu hrunaprestakalls.  Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17:30.

12. mars: Messa unga fólksins í Hrunakirkju

Messa unga fólksins verður í Hrunakirkju sunnudaginn 12. mars kl. 11.  Nemendur úr 10. bekk Flúðaskóla frumsýna stuttmynd byggða á frásögn Biblíunnar af týnda syninum.  Stuttar ræður fluttar af unga fólkinu, fermingarbörn lesa bænir og nemendur úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga annast söng og undirspil.  Allir velkomnir!