Helgihald

Hestamannamessa framundan í Hrepphólakirkju

Sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 14 verður árleg hestamannamessa haldin í Hrepphólakirkju.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi upp úr kl. 12.  Önnur hópreið, sérsniðinn fyrir Skeiðamenn, leggur af stað frá Álfsstaðavegamótum kl. 13.  Stefán Þorleifsson organisti verður forsöngvari í messunni og að henni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!

Síðsumarsmessa í Tungufellskirkju 11. ágúst

Árleg síðsumarsmessa í Tungufellskirkju verður sunnudaginn 11. ágúst kl. 14.  Almennur safnaðarsöngur.  Forsöngvari er Stefán Þorleifsson og meðhjálpari er Elín Jóna Traustadóttir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Messuhlé og sumarleyfi

Messuhlé verður í Hrunaprestakalli í júlí og er bent á vikulegar messur á sunnudögum í Skálholtsdómkirkju.  Sóknarprestur verður í sumarleyfi 3. júlí til 5. ágúst og mun starfandi prestur í Skálholti leysa af á meðan.  Neyðarsími presta í Árnessýslu er sem fyrr tengdur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og lögreglu.  Fyrstu messur eftir sumarleyfi eru  síðsumarsmessa í Tungufellskirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 14 og svo hestamannamessan 18. ágúst sem í ár verður í Hrepphólakirkju kl. 14.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð.

23. júní: Útiguðsþjónusta í Steinsholti og helgistund í Hruna

Sunnudaginn 23. júní nk. kl. 11 verður útiguðsþjónusta í Steinsholti við leiði Daða Halldórssonar.  Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.  Ljúf samvera úti í guðs grænni náttúrunni.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan helgistund í Hrunakirkju.  Almennur söngur, ritningarorð, hugvekja og bæn.  Þetta eru síðustu guðsþjónusturnar fyrir sumarleyfi – þær næstu verða síðan í ágúst, 11. og 18. nánar tiltekið.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!

Fermingar um hvítasunnu

9. júní – hvítasunnudagur: Hátíðarmessa og ferming í Stóra-Núpskirkju kl. 11.   Fermd verða frændsystkinin frá Hæli, þau Bryndís Einarsdóttir og Eiríkur Logi Gunnarsson.

Ferming í Hrunakirkju kl. 13.30.  Fermd verða:

Anna María Magnúsdóttir Balusanu, Högnastíg 4 Flúðum

Birgir Valur Thorsteinson, Garðastíg 7 Flúðum

Eyrún Hjálmarsdóttir, Austurhofi 5 Flúðum

Matthildur Sif Pálsdóttir, Árbæ

Óðinn Freyr Árnason, Vesturbrún 6 Flúðum

Patrik Gústafsson, Syðra-Seli 3

Sveinn Jökull Sveinsson, Hrafnkelsstöðum 2

Uppstigningardagur – 30. maí: Ferming á Ólafsvöllum kl. 11 (áður auglýst messa í Skálholti fellur niður)

Á uppstigningardag verður fermingarmessa í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Fermdar verða tvær stúlkur, Rebekka Georgsdóttir og Guðrún Hulda Hauksdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Áður auglýst messa í Skálholti þennan dag kl. 14 fellur hins vegar niður.

Tvennir tímar í messu á Stóra-Núpi 5. maí

Sunnudaginn 5. maí nk. mun söngsveitin Tvennir tímar syngja við guðsþjónustu í Stóra-Núpskirkju kl. 11.  Tvenna tíma skipa eldri borgarar úr sveitunum okkar en stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.  Allir eru hjartanlega velkomnir!

Helgihald um páska og í sumarbyrjun

Framundan eru fjölbreyttir viðburðir í kirkjunum okkar.  Komum saman og njótum – allir velkomnir!

14. apríl – pálmasunnudagur: Ferming í Stóra-Núpskirkju kl. 11.

18. apríl – skírdagur: Ferming í Hrepphólakirkju kl. 13.

19. apríl – föstudagurinn langi: Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju frá kl. 13-17:30.  Yfir fimmtíu lesarar koma að lestrinum.  Kaffiveitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur.

21. apríl – páskadagur: Hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 8.  Morgunverður í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili á eftir.  Hátíðarmessa í Stóra-Núpskirkju kl. 11.

25. apríl – sumardagurinn fyrsti: Fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.

Gleðilega páska og gleðilegt sumar!

 

7. apríl: Báðir kirkjukórarnir syngja við messu í Hrunakirkju kl. 14

Báðir kirkjukórar prestakallsins syngja við messu í Hrunakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 14.  Stefán og Þorbjörg organistar stýra söng og spili.  Jóna Heiðdís djáknanemi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.  Sjáumst í kirkjunni – allir velkomnir!

24. mars: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólum og messa á Ólafsvöllum

Sunnudaginn 24. mars nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Þar mun Kirkjukórinn syngja ásamt Barnakór Flúðaskóla undir stjórn Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur.  Umsjón:  Sr. Óskar, Jóna Heiðdís djáknanemi og Stefán organisti.  Síðari messan er svo í Ólafsvallakirkju kl. 14.  Jóna Heiðdís djáknanemi predikar og aðstoðar í messugjörðinni.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttir.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!