Helgihald
16. nóvember: Fjölskylduguðsþjónustur á Stóra-Núpi og í Hrepphólum
Nov 9th
Sunnudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, verður fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11. Börn úr Þjórsárskóla syngja undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur. Bibilíusaga, mikill söngur og notaleg samvera. Þorbjörg organisti spilar undir. Eftir hádegið kl. 14 verður svo önnur fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju, þar munu börn úr Flúðaskóla syngja undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur og Stefán Þorleifsson leikur undir á orgelið. Samvera ætluð allri fjölskyldunni – allir velkomnir!
Gátlistar fyrir athafnir
Nov 6th
Nú er búið að útbúa minnispunkta eða nokkurs konar gátlista hér á heimasíðunni fyrir athafnir í kirkjunni; skírn, fermingu, hjónavígslu og útför. Ágætt er að renna yfir minnispunktanna þegar kemur að undirbúningi athafnar. Sjá efst hér á síðunni til vinstri undir liðnum ,,Athafnir”.
Allra heilagra messa 2. nóvember: Messur í Hruna og á Ólafsvöllum
Oct 26th
Allra heilagra messa er sunnudaginn 2. nóvember en þá er látinna minnst með sérstökum hætti. Messur verða í Hrunakirkju kl. 11 og í Ólafsvallakirkju kl. 14. Kirkjukórar syngja undir stjórn organista. Allir velkomnir!
19. október: Guðsþjónustur í Hrepphólum og á Stóra-Núpi
Oct 12th
Sunnudaginn 19. október verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu. Sú fyrri í Hrepphólakirkju kl. 11 og hin síðari í Stóra-Núpskirkju. Kirkjukórarnir leiða sönginn undir stjórn organista. Fermingarbörn aðstoða í athöfnunum. Allir velkomnir!
5. október: Nýr sóknarprestur settur formlega inn í embætti
Sep 25th
Sunnudaginn 5. október nk. kl. 14 fer fram guðsþjónusta í Hrunakirkju. Þá mun prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Halldóra Þorvarðardóttir, setja nýjan sóknarprest, sr. Óskar Hafstein Óskarsson, formlega inn í embætti. Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Léttar kaffiveitingar í safnaðarheimili á eftir. Allir velkomnir!
Helgihald á haustmisseri 2014 og um áramót
Sep 22nd
5. okt.: Innsetningarmessa í Hrunakirkju kl. 14. Prófastur setur nýjan sóknarprest formlega inn í embætti. Kaffi á eftir.
19. okt.: Guðsþjónustur. Hrepphólakirkja kl. 11 og Stóra-Núpskirkja kl. 14.
—-
2. nóv.: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og messa í Ólafsvallakirkju kl. 14.
16. nóv.: Fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og messa í Hrepphólakirkju kl. 14.
29. nóv. (lau.): Helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15. Kveikt á ljósum í kirkjugarði.
30. nóv.: Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.
—-
7. des.: Aðventuguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu Árnesi kl. 20.
24. des.: Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld í Hrunakirkju kl. 23.
25. des.: Hátíðarmessur. Stóra-Núpskirkja kl. 11 og Hrepphólakirkja kl. 14.
Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Ólafsvallakirkju kl. 22. Kirkjan lýst upp með kertaljósum.
31. des.: Guðsþjónusta á gamlársdag í Tungufellskirkju kl. 15.
Aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16:30.
–—
4. jan.: Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 14.
Aðventuguðsþjónusta í Hrepphólum færist yfir í Hruna
Jan 18th
Aðventuguðsþjónusta sem auglýst var í Hrepphólakirkju sunnudaginn 7. desember kl. 11 flyst yfir í Hrunakirkju (sami messutími). Er þetta gert til að allir megi betur komast fyrir því í þessari guðsþjónustu mun barnakór Flúðaskóla syngja og 5. bekkur mun sýna helgileik. Það má því búast við fjölmenni sem þó á vel að komast fyrir í Hrunakirkju. Á aðventutímanum eru því helstu viðburðir þessir:
29. nóv. – laugardagur: Helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15. Kveikt á leiðiskrossum.
30. nóv. – sunnudagur: Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu á Flúðum kl. 20:30.
7. des. – sunnudagur: Aðventuguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu í Árnesi kl. 20.