Helgihald

Hestamannamessa, síðsumarmessa og uppskerumessa framundan

Sunnudagur 14. ágúst: Hestamannamessa í Stóra-Núpskirkju kl. 14. Fólk er hvatt til að koma ríðandi til messu. Hópreið leggur af stað úr Hrunamannahreppi frá Hruna kl. 11. Allir velkomnir!

Sunnudagur 21. ágúst: Síðsumarmessa í Tungufellskirkju kl. 14. Forsöngvari leiðir almennan safnaðarsöng. Allir velkomnir!

Laugardagur 3. september: Uppskerumessa kl. 11 í Hrunakirkju. Félagar úr kirkjukór leiða sönginn. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Fjölskyldur fermingarbarna næsta vors hvattar til að mæta því messan markar upphaf fermingarundirbúningsins.  Grillaðar pylsur og molasopi.   Allir velkomnir!
Ég hlakka til samfunda í þessum messum nú í lok sumars – sjáumst í kirkjunni!

19. júní: Guðsþjónusta á Stóra-Núpi kl. 11 og kvöldmessa í Hrepphólum kl. 20:30

Kirkjukórsfélagar leiða söng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur í guðsþjónustu í Stóra-Núpskirkju.  Sönghópurinn frá G-G leiðir svo söng í kvöldmessu í Hrepphólum undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Sjáumst í kirkjunni – allir velkomnir!

Vísitasía vígslubiskups og prófasts 13. júní – sameiginleg messa um kvöldið í Hruna

Mánudaginn 13. júní munu vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, og prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Halldóra Þorvarðardóttir, vísitera Hrunaprestakall.  Vísitasían hefst á Ólafsvöllum, þaðan liggur leið að Stóra-Núpi, þá Hrepphólum og loks í Tungufell.  Vísitasían endar síðan í Hruna.  Á öllum stöðum fer fram skoðun á kirkju og kirkjugarði.  Á hverjum stað er fundur með viðkomandi sóknarnefnd, sóknarpresti og organista.  Lokapunktur vísitasíunnar er kvöldmessa í Hrunakirkju kl. 20:30.  Þar mun sameiginlegur kirkjukór prestakallsins syngja undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Vígslubiskup, prófastur og sóknarpestur þjóna auk þess við messuna en þangað eru allir velkomnir.

Kvöldmessa kl. 20:30 í Hrunakirkju – sunnudagskvöldið 5. júní

Ritningarorð, hugvekja, bæn og almennur safnaðarsöngur.  Notaleg stund í kirkjunni.  Bílandi, gangandi, hjólandi eða ríðandi – komdu fagnandi í kvöldmessu!  Allir velkomnir!

Framundan: Helgistund í Hruna 5. júní og messa þriðjudagskvöldið 14. júní

Framundan í Hrunaprestakalli er helgistund í Hrunakirkju sunnudagskvöldið 5. júní kl. 20:30.  Lestrar, hugvekja, sálmasöngur og bæn.  Notaleg kvöldstund í kirkjunni.  Þriðjudagskvöldið 14. júní verður síðan kvöldmessa í Hrunakirkju kl. 20:30.  Messan markar lok vísitasíu vígslubiskups og prófasts í Hrunaprestakalli en hún fer fram dagana 13.-14. júní.  Kórfélagar úr Hrunaprestakalli leiða sönginn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Allir eru hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

Fermingar um hvítasunnu

 

15. maí – hvítasunnudagur:  Ferming í Stóra-Núpskirkju kl. 11.
Anna Birta Schougaard, Ásólfsstöðum 1a, 801 Selfoss

Jónas Guðmundsson, Vesturbrún 17, 845 Flúðum

Kolbeinn Loftsson, Tröð, 801 Selfoss

15. maí – hvítasunnudagur:  Ferming í Hrepphólakirkju kl. 12:30.
Kristjana Sigmundsdóttir, Smiðjustíg 13, 845 Flúðum
Máni Snær Benediktsson, Auðsholti 6, 845 Flúðum

15. maí – hvítasunnudagur:  Ferming í Ólafsvallakirkju kl. 14.
Ásgrímur Örn Jónasson, Holtabraut 13, 801 Flúðum
Freyja Margrét Vilhjálmsdóttir, Hlemmiskeiði 2, 801 Selfoss

16. maí – annar í hvítasunnu:  Ferming í Hrunakirkju kl. 11.
Margrét Lilja Thorsteinson, Garðastígur 7, 845 Flúðum
Perla María Karlsdóttir, Austurhofi 5, 845 Flúðum

Uppstigningardagur: Sameiginleg messa í Skálholti kl. 14

Á uppstigningardag, 5. maí, verður sameiginleg messa uppsveitasókna í Skáholtsdómkirkju kl. 14.  Dagurinn er sem fyrr sérstakur dagur eldri borgara í kirkjunni.  Prestar uppsveitasóknanna þjóna saman og vígslubiskupinn, sr. Kristján Valur Ingólfsson, predikar.  Kaffiveitingar á eftir í skólanum og dagskrá.  Allir velkomnir.

24. apríl – sunnudagur: Guðsþjónusta í Hruna kl. 11 og á Stóra-Núpi kl. 14

Sunnudaginn 24. apríl verður guðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Önnur guðsþjónusta verður svo sama dag kl. 14 í Stóra-Núpskirkju kl. 14.  Þar mun sönghópur eldri borgara í uppsveitum, Tvennir tímar, leiða messusönginn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

Sumri fagnað í fjölskylduguðsþjónustu á Ólafsvöllum

Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk., verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Börn úr Þjórsárskóla syngja undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur.  Biblíusaga, almennur söngur og gleði.  Allir hjartanlega velkomnir.  Sjáumst á Ólafsvöllum og fögnum sumarkomu!

Upptökur fyrir útvarpsmessur sem fluttar verða í sumar

Um næstu helgi, 16. og 17. apríl, fara fram í Skálholtskirkju upptökur á útvarpsmessum þar sem flytjendur eru kórar, organistar og prestar af Suðurlandi.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar syngur sína messu kl. 16 laugardaginn 16. apríl en þeirri messu verður síðan útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 7. ágúst kl. 11.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur sína messu kl. 13 laugardaginn 17. apríl og verður þeirri messu útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 26. júní kl. 11.  Allir eru velkomnir að vera viðstaddir upptökurnar í Skálholti og þar með þátttakendur í messunum og svo gildir auðvitað að vera með útvarpið rétt stillt þegar þar að kemur!