Helgihald

Hátíðarmessa í Hrunakirkju á jóladag

http://mail.hruni.is/webmail/api/download/attachment/bd41638f-b1b2-4c13-8d8e-1618a3ba4c66/3183/0-4/IMG_0073.JPG?version=18830&sid=c795918b7301c0eaff9564265171e56bc40f3ea4b31f9d60edc8263fbc290b1b&mode=view

Jólatré, það elsta smíðaða sem til er í landinu, prýddi Hrunakirkju í hátíðarmessu kl. 11 á jóladag.  Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni í Þverspyrnu árið 1873 fyrir hina danskættuðu prestmaddömu í Hruna, Kamillu, sem var eiginkona sr. Steindórs Briem.  Dóttir þeirra hjóna, Elín Steindórsdóttir Briem, flutti síðar tréð með sér að Oddgeirshólum í Flóa og þar var það í notkun fram undir 1950.  Jólatréð er eign Byggðasafns Árnesinga en stjórnendur þar veittu góðfúslegt leyfi fyrir því að tréð kæmist heim í Hruna um þessi jól í tilefni af 150 ára afmæli kirkjunnar.  Á myndinni má sjá Mörtu, meðhjálpara og formann sóknarnefndar, kveikja á kertum jólatrésins sem eru alls 39 talsins.

Helgihald um jól og áramót

24. des. – aðfangadagur: Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld í Stóra-Núpskirkju kl. 23.
25. des. – jóladagur: Hátíðarmessur. Hrunakirkja kl. 11 og Ólafsvallakirkja kl. 14.
Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Hrepphólakirkju kl. 22. Kirkjan lýst upp
með kertaljósum.
31. des. – gamlársdagur: Guðsþjónusta á gamlársdag í Tungufellskirkju kl. 15.
Aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16:30.

3. jan.: Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 14.

Myndir úr hátíðarmessu í Hruna – fortíð, nútíð og framtíð

 

Við lok afmælisdagskrár í Félagsheimilinu sungu barnakór Flúðaskóla, kirkjukórinn og Tvennir tímar saman sálminn ,,Fögur er foldin”.  Sérlega áhrifarík stund þar sem kynslóðirnar mættust og sungu einum rómi:  ,,kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu ævigöng.  Gleymist þó aldrei eilífa lagið…”

Myndir úr hátíðarmessu í Hruna – Marta meðhjálpari les upphafsbæn

Aðventukvöldi aflýst

Vegna slæmrar veðurspár er aðventukvöldi sem vera átti í Hrepphólakirkju þann 7. desember aflýst.

Gengið til afmælismessu á 150 ára afmæli Hrunakirkju

Mánudagur 7. desember: Aðventukvöld í Hrepphólakirkju kl. 20:30

Mánudaginn 7. des. nk. verður aðventukvöld í Hrepphólakirkju kl. 20:30.  Fermingarbörn sýna helgileik.  Ræðumaður verður Lýður Árnason héraðslæknir í Laugarási.  Kirkjukórinn syngur aðventu- og jólalög.  Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.  Sóknarprestur flytur ritningarorð og bæn.  Molasopi á eftir í safnaðarheimili.  Allir velkomnir!

Hrepphólar: Kveikt á ljósum í kirkjugarði og helgistund laugardaginn 28. nóvember

Eftir hádegi laugardaginn 28. nóvember nk. verður hægt að kveikja á leiðiskrossum í Hrepphólakirkjugarði og verður aðstoð þar fúslega veitt.  Helgistund fer fram í kirkjunni kl. 15.  Molasopi í safnaðarheimilinu.  Notaleg stund í anddyri aðventunnar – allir velkomnir!

Aðventuhátíð í Brautarholti

Aðventuhátíð verður haldinn í félagsheimilinu í Brautarholti á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, kl. 20.  Börn úr Þjórsárskóla syngja og flytja helgileik, Tvennir tímar syngja ásamt Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallaskókna, fermingarbörn sýna helgileik, sóknarprestur flytur hugvekju.  Kaffiveitingar á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Afmælishátíð í Hruna

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, kl. 14 verður hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 14.  Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt vígslubiskupi, prófasti og sóknarpresti.  Fyrrverandi sóknarprestar í Hruna lesa ritningarorð.  Ný altarisklæði verða formlega tekin í notkun í messunni og frumfluttur verður sálmurinn ,,Hrunakirkja” eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur í Túnsbergi og Stefán Þorleifsson organista.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Að messu lokinni er boðið til kaffisamsætis og afmælisdagskrár í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Flutt verða ávörp, barnakór syngur ásamt sönghópi eldri borgara úr uppsveitunum, Tvennum tímum.  Allir eru hjartanlega velkomnir!