Helgihald

Uppstigningardagur: Sameiginleg messa í Skálholti kl. 14

Á uppstigningardag, 5. maí, verður sameiginleg messa uppsveitasókna í Skáholtsdómkirkju kl. 14.  Dagurinn er sem fyrr sérstakur dagur eldri borgara í kirkjunni.  Prestar uppsveitasóknanna þjóna saman og vígslubiskupinn, sr. Kristján Valur Ingólfsson, predikar.  Kaffiveitingar á eftir í skólanum og dagskrá.  Allir velkomnir.

24. apríl – sunnudagur: Guðsþjónusta í Hruna kl. 11 og á Stóra-Núpi kl. 14

Sunnudaginn 24. apríl verður guðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Önnur guðsþjónusta verður svo sama dag kl. 14 í Stóra-Núpskirkju kl. 14.  Þar mun sönghópur eldri borgara í uppsveitum, Tvennir tímar, leiða messusönginn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

Sumri fagnað í fjölskylduguðsþjónustu á Ólafsvöllum

Á sumardaginn fyrsta, 21. apríl nk., verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Börn úr Þjórsárskóla syngja undir stjórn Helgu Kolbeinsdóttur.  Biblíusaga, almennur söngur og gleði.  Allir hjartanlega velkomnir.  Sjáumst á Ólafsvöllum og fögnum sumarkomu!

Upptökur fyrir útvarpsmessur sem fluttar verða í sumar

Um næstu helgi, 16. og 17. apríl, fara fram í Skálholtskirkju upptökur á útvarpsmessum þar sem flytjendur eru kórar, organistar og prestar af Suðurlandi.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar syngur sína messu kl. 16 laugardaginn 16. apríl en þeirri messu verður síðan útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 7. ágúst kl. 11.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur sína messu kl. 13 laugardaginn 17. apríl og verður þeirri messu útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 26. júní kl. 11.  Allir eru velkomnir að vera viðstaddir upptökurnar í Skálholti og þar með þátttakendur í messunum og svo gildir auðvitað að vera með útvarpið rétt stillt þegar þar að kemur!

Framundan: Sunnudagaskólahátíð í Skálholti og Valdimarsmessa í Hrepphólum

Laugardaginn 9. apríl nk. kl. 11 verður sunnudagaskólahátíð í Skálholtskirkjur.  Um er að ræða samstarf Hruna- og Skálholtsprestakalla.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Sunnudaginn 10. apríl verður messa í Hrepphólakirkju kl. 14.  Þar mun Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna leiða sálmasöng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Kórinn mun flytja sálma af nýútkomnum hljómdiski með sálmum sr. Valdimars Briem.  Sálmaskáldsins verður þannig minnst bæði í tali og tónum í messunni.  Messukaffi á eftir í safnaðarheimilinu.  Allir velkomnir!

Messa unga fólksins…

http://mail.hruni.is/webmail/api/download/attachment/bd41638f-b1b2-4c13-8d8e-1618a3ba4c66/3858/0-1/20160312_123555_HDR.jpg?version=22448&sid=522e7fd4ba85ab884d46748d5c0ff6dcd0c8cffb89d476421be07e1fd420c785&mode=view

Þetta eru flottu krakkarnir úr 10. bekk sem stóðu fyrir eftirminnilegri messu 13. mars sl.

Helgihald um páska 2016 í Hrunaprestakalli

Hrepphólakirkja:  Passíusálmalestur á föstudaginn langa 25. mars frá kl. 13.  Fjöldi lesara á öllum aldri úr prestakallinu kemur að lestrinum.  Lesið verður úr píslarsögu guðspjallanna á milli sálmalesturs.  Kaffi og með því í safnaðarheimilinu á meðan á lestri stendur.  Áætlað er að lestri ljúki upp úr kl. 17.  Allir velkomnir. Sóknarprestur

Hrunakirkja:  Hátíðarmessa á páskadag 27. mars kl. 8.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur.  Organisti Stefán Þorleifsson.  Morgunkaffi í boði sóknarnefndar í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir velkomnir. Sóknarprestur

Ólafsvallakirkja:  Hátíðarmessa á páskadag 27. mars kl. 11.  Kirkjukór Ólafsvallasóknar syngur.  Organisti Þorbjörg Jóhannsdóttir.  Allir velkomnir.  Sóknarprestur

Stóra-Núpskirkja:  Hátíðarmessa og ferming á annan í páskum 28. mars kl. 11.  Fermdar verða  Edda Guðrún Arnórsdóttir, Þrándarholti; Sigurlinn María Sigurðardóttir, Skarði; Valgerður Einarsdóttir, Hæli.  Kirkjukór Stóra-Núpssóknar syngur.  Organisti Þorbjörg Jóhannsdóttir.  Allir velkomnir.  Sóknarprestur

TAKK!

Messa unga fólksins fór fram í gær, sunnudag, í Hrunakirkju.  Tíundu bekkingar í Flúðaskóla slógu þar gjörsamlega í gegn.  Tónlistin var vel flutt og söngurinn sömuleiðis, ræður vekjandi og áhugaverðar, stuttmyndin frumleg og fyndin.  Bænir, óskir og draumar sem unga fólkið fól í mislitar blöðrur sem síðan var sleppt upp í háloftin að messu lokinni voru einlægar og fallegar.  Í stuttu máli sagt var hvergi veikan hlekk að finna í messunni og framkoma unglinganna var svo ótrúlega afslöppuð og þægileg.  Ástæða er til að færa öllum þeim sem komu að messunni kærar þakkir og umsjónarkennara þeirra líka, henni Báru Sævaldsdóttur, fyrir að hafa dregið vagninn, hvatt áfram og stutt.  Takk fyrir frábæra morgunstund í Hrunakirkju.

13. mars: Messa unga fólksins í Hruna kl. 11

Sunnudaginn 13. mars nk. kl. 11 verður messa unga fólksins í Hrunakirkju.  Þá munu nemendur úr 10. bekk Flúðaskóla bera uppi messugjörðina í tali og tónum.  Frumsýnd verður stuttmynd út frá sögunni af miskunnsama Samverjanum, hljómsveit leikur undir sönginn.  Draumar, óskir, bænir og framtíðarpælingar ungs fólks í forgrunni.  Allir velkomnir!

Kvöldmessa með léttri tónlist á Ólafsvöllum 21. febrúar

Sunnudagskvöldið 21. febrúar verður kvöldmessa kl. 20:30 með léttri tónlist.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna leiðir sönginn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Í kvöldmessunni er áhersla lögð á létta og notalega stemningu og hefðbundið messuform er aðeins brotið upp.  Allir velkomnir!