Helgihald

Hversdagsmessa, fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa með léttri tónlist – allt framundan!

Fimmtudagskvöldið 17. október nk. kl. 20 verður hversdagsmessa í Stóra-Núpskirkju.  Hugljúfir sálmar, orð og bæn.  Notaleg kvöldsamvera.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Á sunnudaginn, 20. október, kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Þar verða sunnudagaskólalögin rifjuð upp, sögð biblíusaga og fleira og fleira.  Á sunnudagskvöldinu 20. október kl. 20 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Orð, söngur og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

5.-6. október: Kirkjuskóli og guðsþjónustur um helgina

Kirkjuskólinn verður á sínum stað í Hrepphólakirkju laugardaginn 5. okt. kl. 11.  Síðan verða tvær guðsþjónustur á sunnudeginum 6. október.  Sú fyrri í Ólafsvallakirkju kl. 11 og hin síðari í Hrunakirkju kl. 14.  Organistarnir stýra kirkjukórunum í söngnum og spila undir hugljúfa sálma.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Kirkjuskólinn næstu laugardaga í Hrepphólakirkju kl. 11

Kirkjuskólinn verður í Hrepphólakirkju næstu þrjá laugardaga kl. 11.  Söngur, saga og gleði.  Hressing á eftir.  Allir velkomnir!

Kirkjuskóli í Hrepphólum og helgistund í Hruna

Fyrsta kirkjuskólasamveran verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 21. september kl. 11.  Sniðin sérstaklega að yngstu kynslóðinni og forráðafólki þeirra.  Biblíusaga, söngur, bæn og gleði.  Umsjón með kirkjuskólanum hafa Óskar prestur og Jóna Heiðdís djáknakandídat.    Á sunnudagskvöldinu 22. sept verður síðan helgistund kl. 20 í Hrunakirkju.  Söngur, orð og bæn.  Umsjón með stundinni hafa Óskar prestur og Stefán organisti.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Helgihaldið til áramóta

Dagskrá helgihaldsins til áramóta liggur nú fyrir.  Hægt er að nálgast hana hér að ofan undir liðnum ,,Safnaðarstarf”.  Kirkjuskóli, hversdagsmessur og ættjarðalagamessa eru meðal nýjunga í starfinu á þessu hausti.  Dagskránni verður að venju dreift í öll hús í prestakallinu um miðjan september.

Uppskeruhátíð í Hruna laugardaginn 31. ágúst

Uppskerumessa og fjölskylduhátíð verður í Hrunakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 11.  Fjölbreyttur söngur í messunni en að henni lokinni verður farið í leiki úti og boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir!

Hestamannamessa framundan í Hrepphólakirkju

Sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 14 verður árleg hestamannamessa haldin í Hrepphólakirkju.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi upp úr kl. 12.  Önnur hópreið, sérsniðinn fyrir Skeiðamenn, leggur af stað frá Álfsstaðavegamótum kl. 13.  Stefán Þorleifsson organisti verður forsöngvari í messunni og að henni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!

Síðsumarsmessa í Tungufellskirkju 11. ágúst

Árleg síðsumarsmessa í Tungufellskirkju verður sunnudaginn 11. ágúst kl. 14.  Almennur safnaðarsöngur.  Forsöngvari er Stefán Þorleifsson og meðhjálpari er Elín Jóna Traustadóttir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Messuhlé og sumarleyfi

Messuhlé verður í Hrunaprestakalli í júlí og er bent á vikulegar messur á sunnudögum í Skálholtsdómkirkju.  Sóknarprestur verður í sumarleyfi 3. júlí til 5. ágúst og mun starfandi prestur í Skálholti leysa af á meðan.  Neyðarsími presta í Árnessýslu er sem fyrr tengdur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og lögreglu.  Fyrstu messur eftir sumarleyfi eru  síðsumarsmessa í Tungufellskirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 14 og svo hestamannamessan 18. ágúst sem í ár verður í Hrepphólakirkju kl. 14.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð.

23. júní: Útiguðsþjónusta í Steinsholti og helgistund í Hruna

Sunnudaginn 23. júní nk. kl. 11 verður útiguðsþjónusta í Steinsholti við leiði Daða Halldórssonar.  Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.  Ljúf samvera úti í guðs grænni náttúrunni.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan helgistund í Hrunakirkju.  Almennur söngur, ritningarorð, hugvekja og bæn.  Þetta eru síðustu guðsþjónusturnar fyrir sumarleyfi – þær næstu verða síðan í ágúst, 11. og 18. nánar tiltekið.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!