Óskar Hafsteinn Óskarsson

This user hasn't shared any biographical information


Posts by Óskar Hafsteinn Óskarsson

21. janúar: Magga Eiríks lög í dægurlagamessu og fyrsta fjölskylduguðsþjónustan á árinu

Sunnudaginn 21. janúar verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 en þar munu m.a. tónlistarskólanemendur stíga á stokk. Biblíusaga, afmælisbörn og mikill söngur.  Undirleikari er Magnea Gunnarsdóttir.  Um kvölið verður síðan dægurlagamessa kl. 20:30 í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja nokkrar af perlum Magnúsar Eiríkssonar, tónlistarmanns, undir stjórn Stefáns Þorleifssonar, organista.  Hefðbundið messuform er brotið upp, lestrar, bæn og hugvekja á milli laga.  Allir hjartanlega velkomnir!

Línur lagðar fyrir helgihaldið á nýju ári

Á fundi allra sóknarnefnda sem haldinn var í Árnesi mánudaginn 8. janúar 2018 var gengið endanlega frá dagskrá helgihaldsins frá janúar og fram í september.  Dagskrána má nálgast hér hægra megin á síðunni.  Næstu messur í prestakallinu verða sunnudaginn 21. janúar en þá verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og dægurlagamessa í Hrunakirkju kl. 20:30.

Hrepphólakirkja: Þjóðleg nýársmessa 7. janúar

Fyrsta messa ársins í prestakallinu verður nýársmessa í Hrepphólakirkju sunnudaginn 7. janúar kl. 11.  Kirkjukórinn leiðir söng í fallegum og þjóðlegum sálmum undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Þjóðlegur hádegisverður á eftir – í boði en baukur mun taka við frjálsum framlögum.  Sjáumst í kirkjunni – allir velkomnir!

Helgihald um jól og áramót

Aðfangadagskvöld, 24. des. kl. 23:  Guðsþjónusta í Ólafsvallakirkju.

Jóladagur, 25. des. kl. 11:  Hátíðarmessa í Hrepphólakirkju.

Jóladagur, 25. des. kl. 22:  Ljósaguðsþjónusta í Hrunakirkju.

 

Gamlársdagur, 31. des. kl. 14:30:  Guðsþjónusta í Tungufellskirkju.

Gleðilega hátíð – sjáumst í kirkjunni!

Edda Andrésdóttir talar á aðventukvöldi í Hruna

Sunnudaginn 10. desember kl. 20:30 verður aðventukvöld í Hrunakirkju.  Ræðumaður verður Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar, organista.  Jólasaga verður lesin og fermingarbörn sýna helgileik.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.i  Allir velkomnir.

Aðventa gengur í garð: Aðventukvöld í Árnesi og helgistund í Hrepphólakirkju

Sunnudagurinn 3. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu.  Þá verður árlegt aðventukvöld í Árnesi með þátttöku nemenda í Þjórsárskóla, fermingarbarna og kirkjukórs.  Ræðumaður verður sr. Kristján Valur Ingólfsson, fráfarandi vígslubiskup.  Kaffiveitingar á eftir.  Aðventukvöldið hefst kl. 20 og þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir.  Laugardaginn 2. desember verða ljós kveikt á leiðum í kirkjugarðinum í Hrepphólum.  Í tengslum við ljóstendrunina verður helgistund í kirkjunni sem hefst kl. 15.  Á eftir verður boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu.  Allir velkomnnir.

26. nóvember: Kóramessa í Ólafsvallakirkju

Sunnudaginn 26. nóvember nk. kl. 11 verður kóramessa í Ólafsvallakirkju.  Þar syngja kirkjukórar prestakallsins ásamt Tvennum tímum.  Stjórnendur:  Þorbjörg Jóhannsdóttir og Stefán Þorleifsson.  Súpa, brauð og kaffisopi í Brautarholti á eftir (1500 kr. fyrir manninn).  Allir hjartanlega velkomnir!

Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju 12. nóvember

Sunnudaginn 12. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í Hrepphólakirkja.  Nemendur úr Tónsmiðjunni syngja ásamt Kirkjukórnum.  Stjórnandi:  Stefán Þorleifsson.  Biblíusaga, afmælisbörn, almennur söngur og gleði.  Sjáumst!

500 ára afmæli siðbótar

Þann 31. október 2017 eru 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther steig fram og mótmælti spillingu og trúarlærdómum innan kaþólsku kirkjunnar.  Það gerði hann með því að hengja upp skjal á Hallarkirkjuna í Wittenberg í Þýskalandi með 95 greinum þar sem gagnrýni hans er tíunduð, lið fyrir lið.  Þetta markaði uppafið að heilmiklu umróti sem m.a. leiddi til klofnings kirkjunnar og  til urðu svokallaðar mótmælendakirkjur víða út um Evrópu sem byggðu kenningar sínar á gagnrýni Lúthers.  Þjóðkirkjan á Íslandi minnist þessara tímamóta með margvíslegum hætti eins og lesa má m.a. á vef kirkjunnar, kirkjan.is.

29. október: Fjölskylduguðsþjónusta á Ólafsvöllum og guðsþjónusta í Hruna

Sunnudaginn 29. október nk. verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Biblíusaga og mikill söngur.  Eftir hádegið, kl. 14, verður síðan guðsþjónusta í Hrunakirkju.  Þar mun Kirkjukórinn leiða sönginn.  Boðið upp á molasopa í safnaðarheimili á eftir.  Sjáumst í kirkju!