Óskar Hafsteinn Óskarsson

This user hasn't shared any biographical information


Posts by Óskar Hafsteinn Óskarsson

Stóra-Núpskirkja í messufríi til páska

Framundan eru framkvæmdir við Stóra-Núpskirkju.  Ráðist verður í að rétta og lagfæra gólf kirkjunnar sem staðið hefur fyrir dyrum um nokkra hríð.  Þetta þýðir að messuhald liggur niðri á meðan á framkvæmdum stendur en stefnt er að því að syngja páskamessuna á nýlagfærðu gólfinu þann 5. apríl kl. 14.  Þangað til er bent á helgihald í öðrum kirkjum prestakallsins.

Notaleg kvöldmessa

Í gær, 18. janúar, var kvöldmessa í Hrunakirkju.  Messan var óvenjuleg að því leyti að kirkjukórinn sem venjulega stendur inn í kór kirkjunnar sat nú á kirkjubekkjunum og söng þaðan.  Sungin voru þekkt dægurlög í bland við rótgróna sálma.  Kórfélagar lásu lestra, sjálfvalda, sem hæfðu einstaklega vel andrúminu og sömuleiðis lásu kórfélagar almennu kirkjubænina með presti.  Sunneva Sól Árnadóttir söng einsöng og gerði það fallega.  Áhrifaríkt var þegar kórinn söng sálm sr. Hallgríms Péturssonar; Nú vil ég enn í nafni þínu, í lok messunnar.  En fyrsta erindið var sungið af einni manneskju og svo bættust við fleiri og fleiri raddir inn í sönginn eftir því sem leið á sálminn.   Einstaklega ljúf stund í kirkjunni sem margir fengu að njóta.

Dagskrá helgihaldsins næstu mánuði liggur fyrir

Dagskrá helgihaldsins í Hrunaprestakalli í vetur, vor og sumar liggur fyrir.  Hana má sjá undir liðnum ,,Safnaðarstarf” hér fyrir ofan.  Sem fyrr er stefnt að reglulegu og fjölbreyttu starfi.  Ein fjölskylduguðsþjónusta verður í hverjum mánuði til vors og svo er auðvitað hefðbundið helgihald um páska.  Útiguðsþjónusta, hestamannamessa, síðsumarsmessa og uppskeruhátíð eru svo meðal þeirra stefnumóta sem boðað er til í kirkjunum í sumar.

Fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa 18. janúar

Sunnudaginn 18. janúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Sunnudagaskólalögin rifjuð upp og barnasálmarnir ásamt biblíusögu og þá er jafnvel von á gesti í heimsókn.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Um kvöldið kl. 20:30 verður svo kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þá mun Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna flytja dægurlög og létta sálma og sóknarprestur flytur ritningarorð, hugvekju og bæn.  Hefðbundið messuform er aðeins brotið upp.  En umsjón með kvöldmessunni hafa Stefán organisti og Óskar prestur.  Allir velkomnir!

4. janúar: Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 14

Fyrsta messa ársins 2015 verður í Hrepphólakirkju sunnudaginn 4. janúar kl. 14.  Í nýársmessunni syngur kirkjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.  Allir velkomnir!

Tvær messur á gamlársdag

Á gamlársdag, 31. desember, verður áramótaguðsþjónusta í Tungufellskirkju kl. 15.  Stefán Þorleifsson verður forsöngvari og leiðir almennan safnaðarsöng.  Aftansöngur verður svo í Stóra-Núpskirkju kl. 16:30.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Komum saman í kirkjunni og kveðjum gamla árið.  Allir velkomnir!

Vetarsólstöðutónleikar kirkjukórsins framundan

Nú styttist í árlega Vetrarsólstöðutónleika Kirkjukórs Hruna- og Hrepphólasókna en þeir verða haldnir í Hrunakirkju sunnudaginn 21. desember kl. 20:30.  Lokaæfing fyrir tónleikana verður í Hrunakirkju fimmtudagskvöldið 18. des.  Vetrarsólstöðutónleikarnir eru fyrir löngu orðnir ómissandi hluti af lokaundirbúningnum fyrir jólahátíðina.  Ljúf stund þar sem fagrir tónar fylla hug og hjörtu.  Ljóð verða lesin á milli söngatriða.  Sjáumst í Hrunakirkju á sunnudagskvöldið – allir velkomnir!

Samvera með eldri borgurum í Brautarholti

Í dag fór fram notaleg samvera í bókasafninu í Brautarholti.  Eldri borgarar úr sveitinni koma þar saman hálfsmánaðarlega yfir veturinn, á föstudögum.  Nú var jólayfirbragð á samverunni sem Vilmundur Jónsson stýrði. Rosemarie Þorleifsdóttir sagði frá bernskuminningum sínum tengdum jólum og las jólasögu, sóknarprestur flutti jólahugvekju og börn úr Þjórsárskóla sungu og léku jólalög á hljóðfæri undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur.  Á eftir var svo boðið upp á heitt súkkulaði og kökuhlaðborð.

 

Prestur í leikskóla og grunnskólabörn heimsækja kirkjur

Á miðvikudagsmorgnum undan farnar vikur hefur sóknarprestur heimsótt leikskólabörn í leikskólanum Undralandi á Flúðum og Leikholti í Brautarholti.  Í síðustu samveru var farið yfir nöfnin á kertum aðventukransins og á morgun verður jólasagan sögð með fallegum Biblíumyndum.  En auk þess að heyra sögu er mikið sungið í þessum samverum og spurt, eins og vera ber.  Á fimmtudaginn tekur sóknarprestur á móti nemendum í elstu bekkjum Þjórsárskóla í Stóra-Núpskirkju, þar fá þau fræðslu um kirkjuna og kirkjuhúsið auk þess sem sungin verða jólalög.  Eftir hádegið koma svo nemendur í yngstu bekkjunum í heimsókn í Ólafsvallakirkju og fá þar fræðslu ásamt því að syngja.  Frá Ólafsvöllum verður síðan haldið að Blesastöðum þar sem börnin flytja heimilisfólki þar helgileik og sóknarprestur stýrir stuttri helgistund.

Helgihald um jól og áramót

24. desember – aðfangadagur:  Miðnæturguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 23.

25. desember – jóladagur:         Hátíðarmessur.  Í  Stóra-Núpskirkju kl. 11 og í Hrepphólakirkju kl. 14.  Hátíðarsöngvar sr. Bjarna Þorsteinssonar sungnir.

Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Ólafsvallakirkju kl. 22.  Kirkjan lýst upp með kertaljósum.

31. desember – gamlársdagur:  Guðsþjónusta í Tungufellskirkju kl. 15.  Forsöngvari leiðir sönginn.  Aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16:30.  Gamla árið kvatt.

4. janúar:                                   Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 14.  Nýju ári heilsað.

Sjáumst í kirkjunum um hátíðarnar!