Óskar Hafsteinn Óskarsson

This user hasn't shared any biographical information


Posts by Óskar Hafsteinn Óskarsson

Jólakirkjuskóli í Hrepphólakirkju 14. des!

Kirkjuskóli með jólaívafi verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 14. desember kl. 11.  Jólasagan, mikill söngur og gleði.  Hressing í safnaðarheimili á eftir.  Umsjón:  Jóna Heiðdís og Óskar prestur.  Allir hjartanlega velkomnir.

Ættjarðarlagamessa og fjölskylduguðsþjónusta 17. nóvember

Sunnudaginn 17. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði.  Umsjón hafa Jóna Heiðdís, Óskar og Stefán.  Um kvöldið kl. 20 verður síðan ættjarðarlagamessa í Stóra-Núpskirkju þar sem 110 ára afmæli kirkjunnar verður fagnað.  Kirkjukórinn syngur ættjarðarlög undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Fólk er hvatt til að koma í þjóðbúningi til messunnar.  Kaffi og spjall á eftir í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir í báðar þessar messur.

Hversdagsmessa í Hrunakirkju á fimmutudagskvöldi

Hversdagsmessa í Hrunakirkju kl. 20 fimmtudaginn 7. nóvember.  Söngur, orð og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir!

3. nóvember: Allra heilagramessa í Ólafsvallakirkju – kórahátíð

Sunnudaginn 3. nóvember verður allra heilagra messa sungin í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Kirkjukórar prestakallsins ásamt Tvennum tímum syngja undir stjórn organistanna Þorbjargar Jóhannsdóttur og Stefáns Þorleifssonar.  Súpa, brauð og kaffi í Brautarholti á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Hversdagsmessa, fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa með léttri tónlist – allt framundan!

Fimmtudagskvöldið 17. október nk. kl. 20 verður hversdagsmessa í Stóra-Núpskirkju.  Hugljúfir sálmar, orð og bæn.  Notaleg kvöldsamvera.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Á sunnudaginn, 20. október, kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Þar verða sunnudagaskólalögin rifjuð upp, sögð biblíusaga og fleira og fleira.  Á sunnudagskvöldinu 20. október kl. 20 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Orð, söngur og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

5.-6. október: Kirkjuskóli og guðsþjónustur um helgina

Kirkjuskólinn verður á sínum stað í Hrepphólakirkju laugardaginn 5. okt. kl. 11.  Síðan verða tvær guðsþjónustur á sunnudeginum 6. október.  Sú fyrri í Ólafsvallakirkju kl. 11 og hin síðari í Hrunakirkju kl. 14.  Organistarnir stýra kirkjukórunum í söngnum og spila undir hugljúfa sálma.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Kirkjuskólinn næstu laugardaga í Hrepphólakirkju kl. 11

Kirkjuskólinn verður í Hrepphólakirkju næstu þrjá laugardaga kl. 11.  Söngur, saga og gleði.  Hressing á eftir.  Allir velkomnir!

Kirkjuskóli í Hrepphólum og helgistund í Hruna

Fyrsta kirkjuskólasamveran verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 21. september kl. 11.  Sniðin sérstaklega að yngstu kynslóðinni og forráðafólki þeirra.  Biblíusaga, söngur, bæn og gleði.  Umsjón með kirkjuskólanum hafa Óskar prestur og Jóna Heiðdís djáknakandídat.    Á sunnudagskvöldinu 22. sept verður síðan helgistund kl. 20 í Hrunakirkju.  Söngur, orð og bæn.  Umsjón með stundinni hafa Óskar prestur og Stefán organisti.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Helgihaldið til áramóta

Dagskrá helgihaldsins til áramóta liggur nú fyrir.  Hægt er að nálgast hana hér að ofan undir liðnum ,,Safnaðarstarf”.  Kirkjuskóli, hversdagsmessur og ættjarðalagamessa eru meðal nýjunga í starfinu á þessu hausti.  Dagskránni verður að venju dreift í öll hús í prestakallinu um miðjan september.

Uppskeruhátíð í Hruna laugardaginn 31. ágúst

Uppskerumessa og fjölskylduhátíð verður í Hrunakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 11.  Fjölbreyttur söngur í messunni en að henni lokinni verður farið í leiki úti og boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir!