Óskar Hafsteinn Óskarsson

This user hasn't shared any biographical information


Posts by Óskar Hafsteinn Óskarsson

Aðalsafnaðarfundir framundan í Hrunamannahreppi

Aðalsafnaðarfundir eru framundan þar sem farið er yfir starf og rekstur síðasta árs og horft til framtíðar.  Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudagskvöldið 27. mars nk. kl. 20.  Aðalsafnaðarfundur Hrunasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudagskvöldið 10. apríl kl. 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Almennar umræður og kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!

Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar

Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 27. mars nk. kl. 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Allir velkomnir.  Sóknarnefnd Hrepphólasóknar.

Messa í Hruna 26. mars

Sunnudaginn 26. mars kl. 14 verður messa í Hrunakirkju.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir velkomnir!

Passíusálmalesarar 2017

Að venju verða allir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa 14. apríl.  Fermingarbörn ásamt fjölskyldum sínum munu lesa ásamt fulltrúum eldri borgara.  Nokkrir sálmar eru þó enn á lausu og eru áhugasamir lesarar beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá Óskari presti í s. 856-1572 eða á facebooksíðu hrunaprestakalls.  Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17:30.

12. mars: Messa unga fólksins í Hrunakirkju

Messa unga fólksins verður í Hrunakirkju sunnudaginn 12. mars kl. 11.  Nemendur úr 10. bekk Flúðaskóla frumsýna stuttmynd byggða á frásögn Biblíunnar af týnda syninum.  Stuttar ræður fluttar af unga fólkinu, fermingarbörn lesa bænir og nemendur úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga annast söng og undirspil.  Allir velkomnir!

19. febrúar: Messur á Ólafsvöllum og í Hruna

19. febrúar nk. er sunnudagur sem er helgaður mest útbreiddustu bók veraldar, Biblíunni.  Þá verða tvær messur í prestakallinu.  Fyrri verður í Ólafsvallakirkju kl. 11 þar sem kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  En sú síðari verður í Hrunakirkju kl. 14.  Kirkjukór leiðir song undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Molasopi á eftir í safnaðarheimili.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

5. febrúar: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 5. febrúar nk. verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Nemendur úr Tónlistarskólanum og Tónsmiðjunni syngja og spila.  Kirkjukórinn syngur hugljúfa sálma.  Biblíusaga og sunnudagaskólalögin á sínum stað.  Allir velkomnir!

Dagskrá helgihaldsins fyrir vetur, vor og sumar 2017 liggur fyrir

Eins og íbúar í Hrunaprestakalli hafa vonandi tekið eftir þá var nú fyrir helgina síðustu dreift dagskrá helgihaldsins í prestakallinu.  Dagskráin nær yfir veturinn, vorið og sumarið 2017.  Þetta er gulur miði sem vonandi fær sitt fasta pláss á ísskáp heimilisins.  Einnig er hægt að nálgast dagskrána hér á heimasíðunni, til hægri undir ,,Nýtt efni”.

22. janúar: Fjölskylduguðsþjónusta á Ólafsvöllum og kvöldmessa í Hruna

Sunnudaginn 22. janúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Biblíusaga og söngur. Nemendur úr tónlistarskólanum syngja og spila undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn flytja hugljúf lög og sálma undir stjórn organistans Stefáns Þorleifssonar.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

Sameiginlegur fundur sóknarnefnda, organista og prests

Sameiginlegur fundur allra sóknarnefnda í prestakallinu var haldinn þann 9. janúar í Brautarholti. Þar voru línur lagðar fyrir starfið fram á sumar og rætt um helstu framkvæmdir framundan í kirkjunum. Organistar sögðu frá kórstarfi og sönglífi í sóknunum. Hér var hugsjóna- og dugnaðarfólk á ferð sem vill kirkjunni sinni allt það besta og ekkert minna en það! Og veitingarnar…eigum við eitthvað að ræða þær? Svakalegar!