Fuglakabarett og guðsþjónusta
Apr 19th
Laugardaginn 21. apríl kl. 16 verða stórskemmtilegir tónleikar í Árnesi. Um er að ræða verkið Fuglakabarett eftir Hjörleif Hjartarson og Daníel Þorsteinsson – í flutningi kirkjukóra Ólafsvalla- og Stóra-Núpssókna, kirkjukórs Laugalandsprestakalls í Eyjafirði og Söngfjelagsins í Reykjavík. Miðaverð á tónleikana er kr. 3000. Allir eru hjartanlega velkomnir. Sunnudaginn 22. apríl verður svo guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11. Þangað eru líka allir velkomnir!
Fjölskylduguðsþjónusta og fermingar á sumardaginn fyrsta 19. apríl
Apr 17th
Á sumardaginn fyrsta, 19. apríl nk., verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11. Nemendur úr Tónlistarskólanum spila undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur. Biblíusaga og mikill almennur söngur. Allir hjartanlega velkomnir. Eftir hádegið verða fermingar í Stóra-Núpskirkju. Fermdar verða:
Guðný Vala Björgvinsdóttir, Laxárdal 1a 801 Selfossi
Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir, Heiðargerði 7 801 Selfossi
Gleðilegt sumar!
Aðalsafnaðarfundir framundan
Apr 13th
Framundan eru aðalsafnaðarfundir sókna í prestakallinu. Þar verða reikningar viðkomandi sóknar og kirkjugarðs kynntir og bornir undir atkvæði. Sömuleiðis er rætt um starfsemi síðasta árs og horft til starfs og framkvæmda á næsta ári. Dagskrá aðalsafnaðarfundar (kosningar, reikningar, skýrslur, önnur mál) er að öðru leyti í samræmi við starfsreglur kirkjunnar um sóknarnefndir.
Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar verður í bókasafninu í Brautarholti þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.
Aðalsafnaðarfundur Stóra-Núpssóknar verður í Árnesi fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.
Aðalsafnaðarfundur Hrunasóknar verður í safnaðarheimilinu í Hruna sunnudaginn 29. apríl kl. 20.
Sóknarfólk er eindregið hvatt til að mæta á fundina en þangað eru auðvitað allir velkomnir.
Sóknarnefndir og sóknarprestur
Páskar 2018: Fermingar, Passíusálmalestur og hátíðarmessur
Mar 20th
Hrepphólakirkja: Passíusálmalestur frá kl. 13-17 á föstudaginn langa 30. mars. Fjöldi lesara úr prestakallinu kemur að lestrinum. Veitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur. Allir velkomnir. Páskadagur – 1. apríl: Hátíðarmessa kl. 11. Allir velkomnir.
18. mars: Tímamótamessa á Stóra-Núpi og fjölskylduguðsþjónusta í Hruna
Mar 12th
Sunnudaginn 18. mars verður þeim tímamótum fagnað að nú er lokið viðamiklum framkvæmdum og endurbótum innan dyra í Stóra-Núpskirkju. Hátíðarmessa verður kl. 14 í kirkjunni þar sem kór og organisti annast undirspil og söng. Kirkjan verður opin til skoðunar frá kl. 13. Sóknarnefnd býður síðan til messukaffis í Árnesi að messu lokinni. Fyrr um daginn eða kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju. Þar mun Barnakór Flúðaskóla syngja undir stjórn Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur og svo kirkjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Biblíusaga og hreyfisöngvar á sínum stað. Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!
11. mars: Messuheimsókn frá Hvammstanga
Mar 5th
Sunnudaginn 11. mars nk. kl. 11 verður messa í Hrepphólakirkju. Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kirkjukór Hvammstangakirkju og Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngja við messuna undir stjórn organistanna. Allir velkomnir!
Messa unga fólksins í Hruna 18. febrúar
Feb 12th
Sunnudaginn 18. febrúar kl. 11 verður messa unga fólksins í Hrunakirkju. Þar mun unga fólkið syngja, flytja ræður og bænir og túlka boðskapinn eftir sínum hætti. Allir hjartanlega velkomnir!
Messu í Hrepphólakirkju aflýst
Feb 11th
Vegna slæms veðurútlits er ákveðið að fresta messu sem vera átti í Hrepphólakirkju sunnudaginn 11. febrúar kl. 11.
11. febrúar: Guðsþjónustur á Ólafsvöllum og í Hrepphólum
Feb 4th
Sunnudaginn 11. febrúar nk. verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu. Sú fyrri í Ólafsvallakirkju kl. 11 en sú síðari kl. 14. í Hrepphólakirkju. Félagar úr kirkjukórunum syngja undir stjórn organistanna. Sunnudagurinn er sunnudagur í föstuinngang og verður fastan í brennidepli í tali og tónum, m.a. sungnir sálmar sr. Hallgríms Péturssonar. Sjáumst í kirkjunum – allir velkomnir!
Fjölskylduguðsþjónusta á Ólafsvöllum 21. janúar fellur niður
Jan 19th
Fjölskylduguðsþjónusta sem vera átti í Ólafsvallakirkju sunnudaginn 21. janúar kl. 11 fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka. Dægurlagamessa í Hrunakirkju verður á sínum stað kl. 20:30 um kvöldið.